Gróska

Gróska í Vatnsmýrinni er hugmyndahús nýsköpunar á Íslandi. Í Grósku eru alls konar fyrirtæki af öllum stærðum sem þróa hugmyndir sínar í lifandi umhverfi.

Gróska

Framkvæmdafélagið Arnarhvoll var aðalverktaki við byggingu hússins og sá um framkvæmdir við að innrétta rými fyrir fyrirtæki innan Grósku, þar með talin, CCP, Veru mathöll, Íslandsstofu, Tölvunarfræðideild Háskóla Íslands, Novator, Brandenburg, Greenhouse og Vísindagarða o.fl.

Gróska er 17.500 m² á fjórum hæðum auk bílakjallara.