Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf.

Arnarhvoll er alhliða verktakafyrirtæki sem vinnur að fjölbreyttum framkvæmdum og uppbyggingarverkefnum um allt land.

Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf.

Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. hóf starfsemi um mitt ár 2017. Arnarhvoll er alhliða verktakafyrirtæki sem vinnur að fjölbreyttum framkvæmdum og uppbyggingarverkefnum um allt land. Félagið ætlar sér að verða leiðandi á verktakamarkaði í framtíðinni og nýta til þess bestu tækni og framleiðsluaðferðir sem völ er á.

skipholtbg1

Skipholt 1

17-19 - 4 - 3 jan 2022

Bjarkarholt 17-19

groska_bg

Gróska

Gæða-, öryggis- og umhverfismál

Framkvæmdafélagið Arnarhvoll leggur áherslu á að byggja húsnæði sem stenst kröfur sem verkkaupi gerir í hvert sinn. Þannig gerir félagið ríka kröfu um vönduð vinnubrögð eigin starfsmanna, undirverktaka, birgja og annarra samstarfsaðila. Skilvirk stjórnun framkvæmda er mikilvæg og því hefur félagið tekið í notkun hugbúnað sem auðveldar allt utanumhald um samskipti og önnur gögn. Framkvæmdafélagið Arnarhvoll er með gæðakerfi sem er staðfest af Húsnæðis og mannvirkjastofnun og uppfyllir þannig ákvæðum laga um mannvirki og byggingarreglugerðar.

Öryggis- og umhverfismál eru félaginu mikilvæg og ofarlega á forganglista við rekstur verkefna. Það er áríðandi að allir sem koma að verkefnum Framkvæmdafélagsins Arnarhvols sinni öryggi og heilsu starfsmanna sinna í samræmi við lög og reglur í landinu. Markmið félagsins er að allar framkvæmdir á vegum þess verði unnar með hagsmuni umhverfisins að leiðarljósi.